Síðasta sumar gátu bændur verslað hjá okkur bleikt og blátt plast til styrktar Krabbameinsfélaginu. Þetta árið bættist við gult plast og var það til styrktar krabbameinssjúkum börnum.
Það safnaðist í heildina 1.200.000 kr og var sala Sláturfélags Suðurlands 75% af þeirri upphæð. Styrkurinn skiptist á milli þriggja aðila; bænda, Trioplast (sænska plastframleiðandans) og þeirra sem seldu litaða plastið hérlendis.
Bleiku, bláu og gulu rúllurnar eru 1.900 metrar að lengd en hinar hefðbundnu hvítu, svörtu og grænu eru allar 1.500 metra langar. Þó bleiku, bláu og gulu plastrúllurnar voru eilítið dýrari, þá var metraverð þeirra ódýrara en hinna. Hér gátu því bændur slegið tvær flugur í einu höggi og bæði keypt hlutfallslega ódýrara plast og styrkt Krabbameinsfélagið um leið.
Okkur þætti gaman að fá sendar myndir af lituðu rúllunum frá bændum!