Lýsing
Göngubeisli fyrir hunda með stillanlegum ströppum um háls ogbrjóstkassa. Handfang er á beislinu og þrír tengipunktar fyrir taum
sem gerir það mjög fjölhæft. Hringurinn á baki beislisins er algengast
tengipunkturinn, en einnig er hægt að festa taum framan á brjóstkassa
hundsins til að þjálfa hælgöngu og festingin undir maganum er ætluð
fyrir sporalínu. Beislið er saumað úr sterku efni og Hypalon
styrkingar eru á álagspunktum. Gott endurskin og efnið er tiltölulega
vatnshelt.
Helsti kostur Ramble Harness er hversu stillanlegt það er. Beislið
hentar því vel fyrir hvolpa þar sem það stækkar betur með þeim en
aðrar tegundir Non-Stop beisla. Vegna stillanleikans um háls hundsins
getur Ramble Harness einnig hentað vel fyrir hunda með breiðar herðar,
t.d. bulldog og svipaðar tegundir.
Ramble Harness fæst í stærðum XS - XL í grænu og fjólubláu.
Stærðir: Ummál háls // brjóstkassa
XS: 29 - 36 // 40 - 58
S: 36 - 48 // 45 - 64
M: 43 - 60 // 58 - 90
L: 51 - 69 // 72 - 110
XL: 60 - 84 // 74 - 126
Umsagnir
Engar umsagnir komnar