Lýsing
Freemotion Harness 5.0 er stillanlegt dráttarbeisli með vinnuvænahönnun.
Þetta beisli er sérstaklega hannað fyrir drátt þar sem tengipunktur
hundsins við það sem er dregið er fremur hár, líkt og í hlaupum,
hjólreiðum og á skíðum. Álagið sem skapast dreifist jafnt um líkama
hundsins án þess að setja pressu á hrygginn, og þegar hundurinn hallar
sér inn í beislið er kraftur hvers skrefs hámarkaður.
Þessi uppfærða útgáfa af Freemotion beislinu er tilkomin vegna margra
ára af prófunum og reynslu. Y-laga hálsmálið gefur hundinum fullt
frelsi í axlarhreyfingum og hefur ekki áhrif á öndun. 5.0 útgáfan af
beislinu er bólstruð í hálsmálinu sem gefur aukinn stöðugleika og
stuðning.
Jafnvel þó fyrri útgáfa beislisins hafi verið með virkilega góða
endingu hafa efnin sem notuð eru í Freemotion Harness 5.0 verið
betrumbætt. Öll efni eru vandlega valin með endingu og þægindi í huga.
Innri hlið beislisins er þægileg fyrir feld hundsins, það eru engar
hvassar brúnir og hver einasti saumur snýr með mýkri hliðina að
hundindum til að koma í veg fyrir óþægilegan núning.
3M endurskinið passar að hundurinn þinn er vel sjáanlegur í myrkri og
á dimmum dögum. Freemotion Harness 5.0 er með lítinn hring úr
endurskini sem gerir þér kleift að sjá hreyfingar hundsins í myrkri.
Hægt er að festa lítið öryggisljós (fylgir ekki með) á þennan hring
fyrir enn meiri sýnileika.
Freemotion Harness 5.0 kemur í stærðum 3-9 og er fáanlegt í
litasamsetningunum appelsínugulur/svartur, blár/grár og bleikur/grár.
Til að finna rétta stærð er best að mæla ummál hálsins þar sem beislið
mun liggja. Best er að mæla þétt og ýta frá feld hundsins ef mikill er
til að fá sem nákvæmasta mælingu.
Hálsmál á stærðum:
3: 37 cm
4: 41 cm
5: 46 cm
6: 50 cm
7: 54 cm
8: 60 cm
9: 64 cm
Umsagnir
Engar umsagnir komnar