SS tilkynnir óbreytt verð á nautgripafóðri fram til september 2025. Félagið hefur með samningum og hagræðingu í ferlum tengdum innkaupum náð að tryggja óbreytt verð þrátt fyrir hækkanir á markaði. Vill félagið með þessu tryggja bændum fyrirsjáanleika og þannig auðvelda bændum að gera rekstraráætlanir fyrir rekstur búanna.
Verð á kúafóðri hefur verið óbreytt hjá SS frá því í september 2023. Aðrir fóðursalar hafa verið að hækka verð eftir áramót. Það er því enn hagstæðara en áður að breyta til og kaupa úrvals gæða kjarnfóður frá dlg. SS hvetur áhugasama bændur til að setja sig í samband og fá nánari upplýsingar um verð og þjónustu.
Hægt er að nálgast verðskránna á .pdf formi með því að nota hlekkinn.
Verð á ærfóðri helst einnig óbreytt út sama tímabil en það hafði í upphafi hausts lækkað um 5% frá fyrri verðskrá. Allt fóður hjá SS er óerfðabreytt.
SS hefur gefið út verðskrá á rúlluplasti fyrir árið 2025 og lækkar verð um 7% frá fyrra ári. SS bíður nú einnig til sölu stæðuplast á afar hagstæðu verði. Félagið hvetur áhugasama bændur til að hafa samband og fá nánari upplýsingar.
Verðskrá fyrir Yara áburð 2025 var gefin út 4. desember. Verðlækkun milli ára var 5%.
SS finnst mikilvægt að leita allra leiða til að koma í veg fyrir hækkanir á kjarnfóðri, áburði og öðrum helstu rekstrarvörum sem við þjónustum bændur með.