fbpx
Gróffóðurkeppni Yara 2022 – Kynning á keppendum

Gróffóðurkeppni Yara 2022 – Kynning á keppendum

Gróffóðurkeppni Yara er nú haldin í 6. sinn!

Ár hvert fáum við 6 bú til að taka þátt í keppninni og er markmiðið að framleiða besta gróffóðrið með tilliti til magns og gæða. Allir keppendur eiga það sameiginlegt að nota Yara áburð.

Gott gróffóður er grunnur að afurðasemi og arðsömum búskap.  Við teljum að niðurstöður og upplýsingar sem aflast í keppninni muni koma bændum til góðs og aðstoða fleiri við að bæta sína eigin gróffóðurframleiðslu.  Niðurstöður verða birtar í Korninu sem verður gefið út um næstu áramót, en við viljum byrja á að kynna ykkur fyrir keppendunum í ár!

Allir keppendur fengu sama spurningalistann til að svara.  Spurningarnar eru eftirfarandi:

  1. Hvar er bærinn?
  2. Stærð jarðar og þar af ræktað land?
  3. Gerð bús?
  4. Hvað telur þú vera stærstu áskorunina í keppninni?
  5. Hvert er sáðgresi keppnisspildunnar?
  6. Hefur keppnisspildan verið kölkuð? Ef svo er þá með hvaða kalkgjafa og hve mikið?
  7. Áhugamál?

 

  1. Bjóla í Rangárþingi ytra.
  2. Jörðin er 1.000 ha og þar af eru 140 ha ræktaðir.
  3. Nautgripir, um 95 mjólkandi kýr og uppeldi er um 125 gripir.
  4. Slá á réttum tíma.
  5. Vallarfoxgras.
  6. Já, með skeljasandi. U.þ.b. 4 tonn/ha við endurræktun.
  7. Búskapurinn.

 

  1. Egg á Hegranesi í Skagafirði.
  2. 253 ha og þar af um 68 ha ræktaðir.
  3. Kúabú, en líka skógrækt.
  4. Veðrið. Úrkomuleysið um vorið, og vonandi fáum við vætu fyrir fyrsta slátt.
  5. Vallarfoxgras, fjölært rýgresi og vallarsveifgras.
  6. Já, ég setti tæplega 2 tonn af Dolomit kalki á túnið haustið 2020.
  7. Þau eru ýmis, en ræktun er stutta svarið, hvort sem það er í gróðurhúsi, fjósi eða úti á túni.

 

  1. Á Völlum í Múlaþingi.
  2. Jörðin er nokkuð stór. Mikið fjalllendi, láglendi nýtt sem beitiland, til heyskapar og undir skógrækt.
  3. Mjólkurkýr og uppeldi, hestar.
  4. Helsta áskorunin er að undirbúa túnið, finna réttan áburð og að lokum framleiða gott fóður.
  5. Vallarfoxgras og fjölært rýgresi.
  6. Kalk frá Sláturfélagi Suðurlands, 2 tonn/ha.
  7. Landbúnaður, hestar, lestur og ferðast.

 

  1. Hranastaðir eru í Eyjafjarðarsveit.
  2. Um 250 ha, þar af ræktaðir 110 ha.
  3. Kúa- og hænsnabú.
  4. Mesta áskorunin er að ná að slá á hárréttum sláttutíma og fá gott veður í kjölfarið.
  5. Grasfræblanda 1 frá Bústólpa.
  6. Nei.
  7. Ferðalög og útivist, blöndum því oft saman og förum í skemmtilegar gönguferðir í góðum félagsskap.

 

  1. Syðri-Gróf 2 í Villingaholtshreppi hinum forna, nú Flóahreppi. Bærinn er 20 km austur af Selfossi við bakka Þjórsár.
  2. Jörðin er rúmir 200 hektarar og þar af ræktað land 73 hektarar, allt flatt, þurrt og grjótlaust land og markast af flóaáveitunni að vestan og suður eftir.
  3. Blandað bú með 32 kýr í gamaldags básafjósi, 130 vetur fóðraðar ær, 20 hesta, hænur, geitur og angórukanínur.
  4. Að gleyma sér ekki á sófanum, á við um margt annað líka.
  5. Uppistaðan er vallarfoxgras en með 15% vallarsveif líka.
  6. Nei aldrei.
  7. Fyrir utan búskapinn, er hestamennskan fyrirferðamikil en annars erum við með fjölbreytt áhugamál. Stangveiði, skotveiði, bílar og jeppar ásamt smíði og handavinnu ýmiskonar. Svo horfum við mikið saman á íþróttir.

 

  1. Staðarsveit í Snæfellsbæ.
  2. 500 hektarar, þar af 120 ha ræktað land (50 ha á leigulandi).
  3. 90 mjólkurkýr og tilheyrandi kvíguhjörð/nautaeldi og 30 ær (til leiðinda).
  4. Íslenska veðráttan.
  5. Grasfræblandan Beit og heyfengur frá Fóðurblöndunni.
  6. Já með skeljasandi. 10 tonn/ha síðustu tvö vor.
  7. Ýmislegt, misgáfuleg þó…

 

Við óskum öllum keppendunum góðs gengis!

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Afhending

Hér erum við

Hafa samband