Haugmelta er blanda ensíma og baktería sem er bætt við mykju til að brjóta niður trefjar og varðveita næringarefni í mykjunni. Einnig umbreytir haugmeltan stórum hluta köfnunarefnis mykjunar í formi ammoníaks yfir í örveruprótein sem tapast ekki í uppgufun efnanna. Uppgufun á sér stað t.d. við dreifingu eða þegar mykjan er hrærð í haughúsum.
SeoFoss
Haugmelta er úr vandlega samsettum steinefnum sem hafa framúrskarandi hæfileika til jónaskipta. Innihaldsefnin í SeoFoss eru fínar agnir sem hafa stærra yfirborð en í öðrum sambærilegum vörum, sem eykur hæfni þess til að bæta einsleitni og jónaskipti. SeoFoss virkar með því að skipta á neikvæðum og jákvæðum jónum. Það ferli bindur ammóníak í mykjunni sem takmarkar útskolun áburðarefna.
SeoFoss tryggir allt að 1,4 kg meira af köfnunarefni (N) á rúmmeter af mykjunni ef SeoFoss er notað allt árið í útihúsinu. SeoFoss gerir mykjuna einsleitari og bætir því flæði í leiðslum. Þar sem ammóníak er bundið við mykjuna minnkar lykt töluvert. Þar að auki er mikið auðveldara að vinna með mykjuna.
- SeoFoss bindur köfnunarefni í mykjunni sem gerir hana að betri áburði
- SeoFoss eykur einsleitni mykjunnar sem þýðir að dreifing áburðarefna verður jafnari
- SeoFoss minnkar lykt með því að binda köfnunarefni í mykjunni. Það bætir umhverfi inni í og í kringum útihús, bæði fyrir menn og skepnur
- SeoFoss sparar vinnuafl og tíma
- SeoFoss má nota í lífrænni ræktun
Niðurstöður sýna úr rannsóknum á grísamykju og gyltumykju. Bláu súlurnar sýna mælingar á mykju fyrir og grænu sýna niðurstöður 21 dögum eftir að SeoFoss var notað. Niðurstöðurnar sýna aukningu á köfnunarefni upp á allt að 1,4 kg og 700 g aukningu á ammoníum nítrat.
SeoFoss – Nauðsyn í framleiðslu lífgass
- Aðstoðar virkni baktería – eykur þannig framleiðslu á lífgasi
- Auðveldara að hræra í tönkunum og sparar því orku
- Hjálpar til við að minnka líkur á myndun fljótandi skán
- Dregur úr og bindur ammóníak
- Eykur hagnað framleiðslunnar
- 100% náttúruleg vara
- Skaðlaus mannfólki, verksmiðjum og umhverfinu
SeoFoss tryggir verðmæti
Lífgas bakteríur lifa í litlum, vernduðum, lagskiptum þyrpingum sem samanstanda af mismnandi tegundum baktería. Þær bakteríur sem eru yst í þyrpingunum verða fyrir vatnsrofi og brotna niður í lífræn efni til að losa hvarfefni sem innihalda orku. Næsta lag baktería í þyrpingunum bera ábyrgð á gerjun hvarfefnanna sem innihalda orku. Rokgjarnar fitusýrur eru myndaðar í þessu lagi. Því næst sjá þær bakteríur sem lifa innst í þyrpingunni um það að breyta rokgjörnu fitusýrunum í ediksýru sem svo brotnar niður í metangas.
Þegar hrært er í mykjunni getur það skemmt þessar bakteríuþyrpingar og leitt til þess að bakteríur sem lifa innst í þeim drepast, en það eru þær sem framleiða metangasið. Það þýðir takmörkun á frameiðslu lífgass. SeoFoss hefur stórt yfirborð með mörgum holrúmum. Í þessum holrúmum myndast skjól fyrir viðkvæmar þyrpingar baktería þar sem þær geta stækkað án þess að skemmast þegar hrært er í mykjunni.