Vor og sumar 2016 var í fyrsta skipti sem íslenskum bændum bauðst að kaupa bleikt rúlluplast. Hluti af ágóðanum rann til rannsókna á brjóstakrabbameini en safnaðist 900.000 kr (3€ (425 kr) af hverri seldri rúllu). Styrkurinn skiptist á milli þriggja aðila; bænda, Trioplast (sænska plastframleiðandans) og þeirra sem seldu bleika plastið hérlendis.
2017 bættist við blátt plast, en salan á því að styrkir rannsóknir á blöðruhálskrabbameini. Það árið safnaðist samtals 1,2 milljónir og skiptist salan jafnt á milli bleika og bláa plastsins.
Í ár bætist við gult plast og mun ágóðinn af sölunni á því renna til rannsóknasjóðs krabbameinsveikra barna. Við hjá Sláturfélagi Suðurlands bíðum spennt eftir að sjá þessa fallegu liti prýða tún bænda.
Bleiku, bláu og gulu rúllurnar verða 1.900 metrar að lengd en hinar hefðbundnu hvítu, svörtu og grænu eru allar 1.500 metra langar. Þó bleiku, bláu og gulu plastrúllurnar séu þannig eilítið dýrari, eða 10.950 krónur miðað við 9.295 krónur í tilfelli grænu og hvítu eða 9.045 í tilfelli svörtu, þá er metraverð þeirra talsvert ódýrara en hinna. Svo virðist því sem bændur geti sparað sér skildinginn og um leið styrkt Krabbameinsfélagið.
Smelltu hér til að panta plast:
Blátt rúlluplast |