fbpx
Kornið – verðskrá Yara áburður 2023

Kornið – verðskrá Yara áburður 2023

Við birtum nú verðskrá fyrir árið 2023. Verðskráin er með fyrirvara um prentvillur og getur breyst án fyrirvara.

 

Verðbreyting

Verðbreyting frá apríl verðskrá 2022 eru á bilinu 0 – 7,4%. Köfnunarefnisáburður hækkar mest eða rúmlega 7%. Algengar NP og NPK tegundir eru að hækka á bilinu 0 – 5%.

Greiðslukjör

Í boði er eitt verð. Gjalddagi áburðarkaupa er 15. apríl 2023. Einnig í boði greiðsludreifing fram til 15. október 2023, vaxtareiknuð frá gjalddaga 15. apríl fram til greiðsludags með 6% ársvöxtum sem jafngildir 3% hærra verði sé greitt 15. október 2023 í stað 15. apríl.

Frí heimkeyrsla á áburði ef pantað er fyrir 10. janúar 2023.

Flutningstilboð á áburði er 2.000 kr/tonn án vsk. ef pantað er fyrir 6 tonn eða meira. Kostnaður við flutning á áburði minna en 6 tonn miðast við verðskrá flutningsaðila. Flutningstilboð á kalki 2.000 kr/tonn ef pantað er 20 tonn eða meira.

Kölkun, nýting búfjáráburðar og góð bústjórn

Mikilvægt er að gera áburðaráætlun byggða á heysýnum, jarðvegssýnum og skítasýnum, jafnframt því sem metið er hverju það skilaði sem borið var á í fyrra.

Hagkvæmt er að nýta allan búfjáráburð sem aðgangur er að til að draga úr notkun á tilbúnum áburði. Kölkun er mikilvæg til að áburður nýtist sem best. Dolomit Mg-kalkið frá Franzefoss Minerals hefur reynst bændum afar vel.

Áburðardreifingin skiptir miklu máli, sé nákvæm og borin á einkorna gæða áburður  þannig að öll næringarefnin skili sér með skilvirkum hætti.

Starfsmenn SS veita fagleg þjónustu við túlkun niðurstaðna úr sýnatökum, gerð áburðaráætlana og val á Yara áburði sem hentar hverju sinni.

 

Fréttina er að finna með því að fylgja linknum: Kornið – verðskrá Yara áburður 2023 | Yara

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Afhending

Hér erum við

Hafa samband