Bætiefnið Equsana Joint Supplex HA var prófað í Danmörku á hestum sem höfðu borið merki um verki eða vandamál í liðamótum.
Prófunin var gerð á eldri hestum sem voru stífir í liðum, voru í mikilli þjálfun, þurftu langa upphitun fyrir þjálfun eða voru með minniháttar meiðsli eða óþægindi í liðum.
Eftir aðeins 3ja vikna gjöf á Equsana Joint Supplex HA tóku eigendur hrossanna eftir breytingum. Eigendur nefndu minni stífleika og sum hrossin svöruðu þjálfun og upphitun betur.
Equsana Joint Supplex HA fæst bæði sem vökvi og duft og virkar mjög vel vegna þeirra fimm virku efna sem það inniheldur.