Lýsing
AJ dýnan er unnin úr íslenskri gæru sem kemur frá Loðskinni ehf. áSauðárkróki. Hærða hliðin snýr að hestinum, þannig er náttúrulegt efni
næst hrossinu og það heldur bakinu hlýju. Dýnan dregur einnig í sig
svitann af baki hestsins. Hliðin sem snýr að hnakknum er gerð úr
rúskinni sem heldur honum stöðugum.
Áríðandi er að áður en gjörðin er spennt þarf að taka í dýnuna
samtímis að aftan og framan og kippa henni upp á milli undirdýnanna á
hnakknum. Við þetta opnum við fyrir eðlilega loftun um hrygg hestsins
og tryggjum rétta þyngdardreifingu á hnakk og knapa.
Dýnan er hönnuð í samstarfi við reiðkennarana Sölva Sigurðsson og
Björn Sveinsson. Reiðkennarinn og afrekshestamaðurinn Ísólfur Líndal
mælir með notkun AJ-Dýnunnar og notast eingöngu við hana í þjálfun og
keppni.
Þvottaleiðbeiningar: Dýnuna má þvo í þvottavél á 40° en einungis skal
notast við lífræna sápu, t.d. lopasápu eða brúnsápu. Best er að þurrka
dýnuna í þurrkara en einnig má þurrka hana á ofni á vægum hita.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar