Lýsing
Stalosan F er náttúrulegur sótthreinsimiðill hannaður til að bætahreinlæti og heilbrigði í útihúsum. Það vinnur á bakteríum, sveppum,
vírusum, sníkjudýrum, raka, ammóníaki og brennisteinsvetni.
Stalosan F er hægt að nota sem undirburð og til að hreinsa útihús.
Stalosan F inniheldur aðeins virk efni, ólíkt mörgum öðrum
sótthreinsimiðlum þar sem virku efnin mynda aðeins hluta af heildinni.
Það þýðir að nýtingin er betri.
Stalosan F er hannað með það í hug að hamla fjölgun skaðlegra örvera.
Í nútímaræktun er meiri sýkingarhætta sökum fjölda dýra og annarra
álagsþátta.
Stalosan F er náttúrulegt duft gert úr steinefnum með lágt sýrustig.
Það virkar með því að lækka sýrustig umhverfisins og gerir það
óhagstætt fyrir skaðlegar örverur.
Það sem gerir Stalosan F betra en mörg önnur efni á markaðnum er að
sýrustig þess er nær því sem er á yfirborði húðar dýranna. Þunnt
fitulag er yfir húð dýra og manna sem hefur þann tilgang að varna gegn
aðgengi baktería en flest sótthreinsiefni eyða þessari fituhimnu.
Stalosan F hefur hinsvegar ekki áhrif á hana.
Þar sem Stalosan F er ekki skaðlegt fólki eða dýrum þá er óhætt að
nota það sem undirburð og sem hreinsimiðil í námunda við dýr og menn.
Uppsöfnun ammóníaks getur haft ýmsa heilsufarskvilla í för með sér.
Til dæmis getur það aukið tíðni sjúkdóma, hægt á vexti, lækkað
mjólkurnyt, minnkað fóðurinntöku og fóðurnýtingu. Stalosan F hefur
þann hæfileika að geta bundist ammóníaki og bætir með því umhverfið og
og andrúmsloftið bæði hvað varðar gæði og lykt.
Með notkun Stalosan F eykst fóðurnýting og framleiðsla.
Stalosan F hefur verið á markaðnum í rúm 40 ár og hafa ekki verið
tilkynnt nein neikvæð áhrif á menn eða dýr.
Hinsvegar hafa verið gerðar margar rannsóknir sem sýna fram á
virkni Stalosan F á ýmsum sviðum.
Það er óhætt að nota Stalosan F í námunda við öll dýr, þar með talin
ungviði.
Stalosan F bætir umhverfið í útihúsum án þess að ýta undir vöxt
ónæmra baktería.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar