Lýsing
290 gr.Stalosan Skin Repair er sótthreinsandi smyrsl til að nota á húð.
Stalosan Skin Repair er öruggt í notkun og hentar einnig á viðkvæma
húð. Má notast á öll dýr og menn.
Virkar gegn sveppasýkingum, múkk og er græðandi á sár.
Stalosan Skin Repair er mjúkt og auðvelt að bera á. Er borið á sárið
eða sýkta svæðið í þunnu lagi. Þegar smyrslið þornar myndar það hvíta
himnu sem á ekki að kroppa af heldur leyfa að vera yfir sárinu.
Prófanir á Stalosan Skin Repair hafa sýnt fram á að það virkar hratt
og vel á ýmiskonar vandamál, þar á meðal múkk.
Berið á reglulega þar til svæði hefur náð að gróa.
Geymist í lokuðum umbúðum. Verndið fyrir sólarljósi, frosti og
hitastigi yfir 30°C. Geymið þar sem börn ná ekki til.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar